Vilja aukna samvinnu vegna atvinnuleitenda með skerta starfsgetu
Stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, S.S.S., hvetur aðildarsveitarfélög sín til að skoða hvort þau geti aukið samvinnu við Vinnumálastofnun vegna atvinnuleitenda með skerta starfsgetu. Þetta kemur fram í bókun frá S.S.S.
Bæjarráð Grindavíkur tekur undir bókun SSS og mun halda áfram að taka þátt í þessu átaki hér eftir sem hingað til.