Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Vilja afgirt hundasvæði á Suðurnesjum
    Hundar að leik.
  • Vilja afgirt hundasvæði á Suðurnesjum
    Jóhann Sigurbergsson.
Fimmtudagur 26. júní 2014 kl. 14:45

Vilja afgirt hundasvæði á Suðurnesjum

Gerð var vefáskorun. Varabæjarfulltrúi vill heldur efla íbúavefinn til slíks.

„Nú finnst okkur kominn tími á við fáum afgirt hundasvæði hér á Suðurnesjum. 
Við viljum öll vera ábyrg og fylgja lögum og reglum og lausaganga hunda er bönnuð hér á Suðurnesjum, en hundar þurfa hreyfingu og útrás, þeir þurfa að fá að hlaupa lausir!“ Á þessum orðum hefst formáli að vefáskorun sem íbúi á Suðurnesjum hefur komið af stað.

Lausaganga er bönnuð samkvæmt lögum á Suðurnesjum og í formálanum er annars vegar lýst yfir óánægju með að lausir hundar hafi bitið og það gæti verið vegna þess að þeir fái ekki næga hreyfingu. Afgirt útivistarsvæði vanti og skorað er á ráðamenn að útvega hundaeigendum, sérstaklega þeim sem skrá og borga hundagjöldin, afgirt svæði þar sem hundar og eigendur geti notið sín án slysa.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Umræða varð um málið á Facebook síðunni Reykjanesbær - Gerum góðan bæ betri eftir að einn af notendum þeirrar síðu vakti athygli á áskoruninni og sagði hana löngu tímabæra. Þar setur varabæjarfulltrúi sjálfstæðismanna, Jóhann Sigurbergsson, inn athugasemd á þráðinn með fyrirspurn um hvers vegna svona mál sé ekki sent inn á íbúavef Reykjanesbæjar. „Þar þarf ekki nema 20 [stuðningsatkvæði] til að þetta sé tekið fyrir í nefnd og ekki nema 80 til að verði að taka þetta fyrir í bæjarstjórn. Mun skilvirkara kerfi,“ segir Jóhann.

Guðlaugur H. Sigurjónsson, framkvæmdastjóri umhverfis- og skipulagssviðs hjá Reykjanesbæ, tekur undir orð Jóhanns og hvetur fólk til að nota íbúavefinn. Annar íbúi Reykjanesbæjar bendir þá á að á íbúvefnum séu ekki nema fimm mál sem hefðu fleiri en 20 stuðningsatkvæði og fjöldi mála sem ekki fái nægan stuðning. Hann veltir því jafnframt fyrir sér hvort athugasemdirnar séu nægilega skoðaðar af yfirvöldum. Kannski sé mikið til sama fólkð sem fari inn á vefinn.

Jóhann svarar því á þá leið að það sé íbúanna að láta vefinn virka. „Af hverju að nota 'petition online' [áskorunarvefinn] þegar bærinn býður upp á tól. Vandamálið er að of fáir nota þetta. Því þarf að breyta,“ segir Jóhann.
 

Skjáskot af vefáskoruninni.