Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vilja að fjárfestar hætti við uppbyggingu í Helguvík
Mánudagur 28. ágúst 2017 kl. 05:00

Vilja að fjárfestar hætti við uppbyggingu í Helguvík

Andstæðingar stóriðju í Helguvík óska eftir því að fjárfestar og félög þeim tengd hætti við áform sín um að „kísilvæða“ Helguvík og skerða lífsgæði íbúa. Þetta segir í fréttatilkynningu frá samtökunum.

Hákon Björnsson, framkvæmdastjóri Thorsil, sagði nýverið í viðtali, sem birt var í Viðskiptablaðinu, að stefnt væri að því að hefja framkvæmdir við kísilver Thorsil á næsta ári. John Fenger, stjórnarformaður Thorsil, sagði einnig að ekki væri hægt að líkja þeim saman við United Silicon.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Verksmiðja Thorsil verður fimmtán metrum hærri en verksmiðja United Silicon. Það á sem sagt að gera enn betur og gjörsamlega eyðileggja ásýnd bæjarins með þessari verksmiðju. Þá spyr maður sig, ef menn ætla að vera svona stórtækir, hvað má áætla að mengunin verði mikil?“

Samtök Andstæðinga stóriðju í Helguvík biðla til eigenda Thorsil að hætta við áform sín um fyrirhugaða uppbyggingu á mengandi kísilveri Thorsil í kílómetra fjarlægð frá íbúabyggð í Reykjanesbæ.