Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vilja að bærinn komi að stjórn og rekstri HSS
Þriðjudagur 3. júní 2014 kl. 10:04

Vilja að bærinn komi að stjórn og rekstri HSS

– 277 íbúar tóku þátt í könnuninni

Mikill meirihluti svarenda (69,7%) svarenda í rafrænni könnun Reykjanesbæjar segjast vilja að bærinn komi að stjórn og rekstri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, þar með taldri heilsugæslustarfsemi. Alls tóku 277 íbúar tóku þátt í könnuninni.

Flestir svarenda (46,2%) töldu að Reykjanesbær ætti að stuðla að þjónustusamningi við ríkið en ríflega fjórðungur svarenda taldi að bærinn ætti að koma inn í stjórn HSS og annar fjórðungur að bærinn ætti að taka yfir rekstur HSS, segir í frétt frá Reykjanesbæ.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024