Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Vilhjálmur Jónsson vann gullverðlaun í boccia á ólympíuleikum fatlaðra
Vilhjálmur Jónsson. Myndin er tekin af Facebook síðu íþróttafélagsins NES.
Fimmtudagur 30. júlí 2015 kl. 07:00

Vilhjálmur Jónsson vann gullverðlaun í boccia á ólympíuleikum fatlaðra

Vilhjálmur Jónsson boccia spilari vann til gullverðlauna í boccia í gær á ólympíuleikum fatlaðra. Ólympíuleikar fatlaðra standa nú yfir í Los Angeles í Bandaríkjunum og er stór hópur af íslenskum keppendum að keppa á leikunum. Vilhjálmur, sem keppir fyrir hönd íþróttafélagsins NES í Reykjanesbæ, sagðist í viðtali á Facebook síðu íþróttasambands fatlaðra, vera orðlaus yfir árangrinum og að honum liði dásamlega.

Hann sagði að úrslitaleikurinn hafi verið mjög erfiður enda sé leikmaðurinn sem hann mætti í þeim leik alveg frábær spilari. „Ég tapaði fyrir honum í fyrri leiknum í úrslitunum en tók hann svo í nefið í seinni leiknum. En hann er frábær spilari sem notaði battana vel í fyrri leiknum en í þeim seinni notaði ég battana lítið og fór þá að hitta betur. Vilhjálmur sagði að þjálfarinn sinn ætti mikið í sigrinum enda sé hún frábær þjálfari.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Víkurfréttir óska Vilhjálmi að sjálfsögðu innilega til hamingju með árangurinn.