Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Vilhjálmsbrú vígð á Hólmsvelli
Föstudagur 20. ágúst 2004 kl. 17:57

Vilhjálmsbrú vígð á Hólmsvelli

Vilhjálmsbrú, til minningar um Vilhjálm heitinn Vilhjálmsson, var formlega vígð á Hólmsvelli í Leiru í dag að viðstöddu fjölmenni. Vel á annað hundrað kylfingar taka þátt í árlegu minningarmóti um Vilhjálm og fer afrakstur af mótinu í sjóð sem stendur straum af kostnaði við brúarsmíðina. Vilhjálmur lést aðeins tvítugur að aldri, en hann var mikill áhugamaður um golfíþróttina. Þá starfaði hann á sumrin við umhirðu á Hólmsvelli í Leiru.
Það var Sigrún Ólafsdóttir, móðir Vilhjálms heitins, sem klippti á borða og opnaði brúnna en Svanur Vilhjálmsson, bróðir Vilhjálms, afhjúpaði skjöld á brúnni. Að því loknu gekk hópur kylfinga yfir brúnna og hóf golfleik á Vilhjálmsmótinu sem stendur fram á kvöld.

VF-ljósmynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024