Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vilhelm Þorsteinsson strandar í Grindavíkurhöfn
Mánudagur 29. mars 2004 kl. 12:01

Vilhelm Þorsteinsson strandar í Grindavíkurhöfn

Vilhelm Þorsteinsson EA-11 strandaði fyrir nokkrum mínútum í Grindavíkurhöfn og virðist skipið hafa tekið niðri á malarrifi í höfninni. Vilhelm er með fullfermi af kolmunna. Ágætisveður er í Grindavík þessa stundina og að sögn Grétars Sigurðssonar starfsmanns Grindavíkurhafnar er engin hætta á ferðum.
Björgunarskipið Oddur V. Gíslason og hafnarlóðsinn munu ýta við skipinu og reyna að ná því á flot. Fjölveiðiskipið Vilhelm Þorsteinsson er í eigu Samherja hf. á Akureyri og er skipið það nýjasta í flota fyrirtækisins. Vilhelm er tæp 3200 tonn að stærð og var smíðað árið 2000.

Myndin: Lóðsinn við Vilhelm Þorsteinsson í Grindavíkurhöfn fyrir nokkrum mínútum. VF-símamynd/Hilmar Bragi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024