Vilhelm Þorsteinsson með stærsta loðnufarminn
„Aflabrögð í síðustu viku voru skárri en vikuna á undan. Það markverðasta í vikunni var að Vilhelm Þorsteinsson landaði stærsta loðnufarmi sem hér hefur verið landað, samtals 2038 tonnum, en það var jafnframt eina loðnan sem barst á land í vikunni“, segir Sverri Vilbergsson hafnarstjóri í Grindavík.
Botnfiskaflinn í vikunni var rúmlega 650 tonn og sem fyrr voru það stóru línubátarnir sem mest komu með. Albatros með mestan afla, 58 tonn og Valdimar með 54 tonn. Þá voru togskipin Sturla og Þuríður Halldórsdóttir með sín 54 tonn hvort.
Botnfiskaflinn í vikunni var rúmlega 650 tonn og sem fyrr voru það stóru línubátarnir sem mest komu með. Albatros með mestan afla, 58 tonn og Valdimar með 54 tonn. Þá voru togskipin Sturla og Þuríður Halldórsdóttir með sín 54 tonn hvort.