Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vildu láta breyta frétt
Föstudagur 9. maí 2003 kl. 13:14

Vildu láta breyta frétt

,,Sjálfstæðismenn hringdu og voru ósáttir við umfjöllun sem birtist í blaðinu og er inni á vefnum okkar," segir Páll Ketilsson, ritstjóri Víkurfrétta. Páll segist hafa tekið umfjöllunina út af vefnum í smá tíma á miðvikudag, þegar kvartað var sem hæst. Kristján Pálsson, á T-lista, hefur sakað Sjálfstæðismenn um að leggja stein í götu sína og jafnvel að hafa njósnað um heimili sitt. Þessu hafna Sjálfstæðismenn alfarið. ,,Ég vildi vera viss um að ég væri ekki að gera einhverja vitleysu. Það er svo mikið fjör á þessum lokadögum í pólitíkinni."

Páll segir að þeir hefðu beðið alla leiðtogana hér í kjördæminu að skrifa dagbók, sem þeir allir gerðu. ,,Við tókum ummæli frá Kristjáni, þar sem hann ásakar Sjálfstæðismenn um njósnir og við settum það í frétt. Ég get ekki neitað því að þeir ræddu það hvort hægt væri að taka þetta úr blaðinu. Það kom ekki til greina og þar fyrir utan var blaðið komið í prentun. Kristján skrifaði þetta og hann verður að standa við það," segir Páll Ketilsson í samtali við Fréttablaðið í morgun.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024