Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vildi endurgreiðslu eftir fíkniefnakaup
Þriðjudagur 8. október 2013 kl. 09:07

Vildi endurgreiðslu eftir fíkniefnakaup

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði fíkniefnaviðskipti sem voru í gangi á salerni veitingastaðar í umdæminu um helgina. Þegar lögreglumenn bar að voru tveir menn þar fyrir. Hélt annar þeirra á glærum poka. Hann tók sprettinn að salerninu, þegar hann varð lögreglunnar var og er talið að hann hafi náð að losa sig við einhvað af fíkniefnum.

Hinn maðurinn kvaðst hafa verið að kaupa "stöff" af pokamanninum. Þeir heimiluðu báðir leit á sér og fannst ekkert saknæmt á þeim fyrrnefnda, en hass á þeim síðarnefnda. Meðan lögreglumenn voru við störf á vettvangi margbað kaupandinn þá að láta sig hafa fimm þúsund krónur sem hann hefði verið búinn að greiða pokamanninum fyrir "stöffið" þegar lögregla setti viðskiptin í uppnám.

Fíkniefnasalinn, sem bæði var ölvaður og æstur, var handtekinn og færður á lögreglustöð og fimm þúsund krónurnar haldlagðar sem meintur ágóði af fíkniefnaviðskiptum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024