Víkurfréttir vikunnar gjörið svo vel
Víkurfréttir eru komnar út. Blað vikunnar er troðfullt af áhugaverðu efni og víða leitað fanga í efnisvali. Meðal efnis er viðtal við bakarann Guðrúnu Erlu í Vogum sem á köku ársins 2023. Þá er spjallað við aðra Vogakonu, Petru Ruth Rúnarsdóttur, formann Þróttar. Við gleymum ekki körlunum og ræðum við körfuknattleiksmanninn Mario Matasovic sem hefur leikið með Njarðvík síðustu ár og finnst hann vera orðinn hluta af samfélaginu. Svipmyndir frá safnahelgi eru í blaðinu og margt annað áhugavert.
Rafræna útgáfu blaðsins má sjá hér að neðan en prentaðri útgáfu verður dreift á alla okkar dreifingarstaði fyrir hádegi á morgun, miðvikudag.