Víkurfréttir vikunnar eru komnar í loftið
Víkurfréttir eru komnar út á rafrænu formi en prentaðri útgáfu blaðsins verður dreift á alla okkar dreifingarstaði á Suðurnesjum á miðvikudagsmorgun. Blaðið er venju samkvæmt fullt af áhugaverðu efni; einlægt viðtal við Dísu Edwards sem lét fjarlægja púða sem hún hafði verið með í brjóstunum síðan hún var átján ára. Dísa opnaði sig um áhrifin sem púðarnir voru byrjaðir að hafa á heilsu hennar á Instagram-síðu sinni.
Svipmyndir frá vel heppnaðri Skötumessu sem var haldin á dögunum og árlegu hattapúttmóti eldri borgara, við ræðum við eigendur Marion Herrafataverslunar í Reykjanesbæ og í íþróttum fjöllum við um íþróttagarp á áttræðisaldri ásamt fleiru.
Svo eru fastir liðir á sínum stað og fullt af öðru áhugaverðu efni eins og sjá má í rafrænni útgáfu hér að neðan.