VÍKURFRÉTTIR: TVÖ BLÖÐ Á VIKU
Víkurfréttir munu hefja tveggja blaða útgáfu í næstu viku. „Hefðbundnar“ Víkurfréttir, sem dreift er inn á öll heimili á Suðurnesjum munu koma út á miðvikudögum en nýtt helgarblað VF mun koma á sölustaði á föstudagsmorgni. Nýja helgarblaðið verður í „stíl“ við TVF, tímarit Víkurfrétta, veglegt, frísklegt og fjölbreytt blað sem mun taka á öllum helstu málum mannlífs og þjóðlífs á Suðurnesjum.Þessi breyting á útgáfutíðni hjá Víkurfréttum verður fyrst í stað til reynslu í mánuð.