Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Víkurfréttir treysta upplýsingum lögreglu
Þriðjudagur 25. febrúar 2003 kl. 19:07

Víkurfréttir treysta upplýsingum lögreglu

Víkurfréttir treysta þeim upplýsingum sem lögreglan gefur út opinberlega og blaðið byggir fréttir sínar á. Víkurfréttir á Netinu eru sakaðar um óvandaðan fréttaflutning á vef Suðurnesjafrétta nú síðdegis. Í frétt Suðurnesjafrétta er fullyrt að í Víkurfréttum á Netinu hafi komið fram að lögreglan hefði stöðvað starfsemi Lansetranna tveggja í Reykjanesbæ. Fyrirsögn Víkurfrétta var hins vegar: Lögreglan stöðvar starfsemi tölvusetra. Þar er vísað til orðréttrar setningar úr dagbók lögreglu þar sem segir: Mun lögreglan stöðva þessa stafsemi þar til tilskilin leyfi liggja fyrir.Frétt Víkurfrétta á Netinu í gær er orðrétt af vef lögreglunnar þar sem lögreglan í Keflavík birtir dagbók sína tvisvar í viku. Víkurfréttir byggja lögreglufréttir Suðurnesja á dagbók lögreglunnar. Einu breytingarnar sem Víkurfréttir gerðu á texta lögreglunnar var að bæta inn orðunum í Keflavík og í Reykjanesbæ. Víkurfréttir ásamt öðrum fjölmiðlum telja heimildir sem koma frá lögreglu það traustar að ekki þurfi að leita staðfestingar á þeim.

Fullyrðingum um óvandaðan fréttaflutning er því vísað til föðurhúsanna.


Frétt www.vf.is í gærdag

Lögreglan stöðvar starfsemi tölvusetra
Um helgina fór lögreglan í Keflavík inn á tvo tölvuspilasali í Reykjanesbæ, svokallað "tölvu-lan", en ábendingar hafa borist til lögreglu um þessa starfsemi og að þarna væru börn og unglingar inni langt fram eftir kvöldum. Á föstudagskvöldið voru tveir 13 ára piltar á öðrum staðnum þegar lögreglan kom þar að kl. 23:00.
Samkvæmt 20. gr. lögreglusamþykktar fyrir Reykjanesbæ, þá er svona starfsemi leyfisskyld, en sækja þarf um leyfi til lögreglustjóra sem gefur út leyfi, en það er háð umsögn bæjarstjórnar. Í leyfi skal m.a. kveðið á um aðgang ungmenna. Mun lögreglan stöðva þessa stafsemi þar til tilskilin leyfi liggja fyrir.

Dagbók lögreglunnar í Keflavík í gærmorgun
Um helgina fór lögreglan á tvo tölvuspilasali, svokallað "tölvu-lan", en ábendingar hafa borist til lögreglu um þessa starfsemi og að þarna væru börn og unglingar inni langt fram eftir kvöldum. Á föstudagskvöldið voru tveir 13 ára piltar á öðrum staðnum þegar lögreglan kom þar að kl. 23:00.
Samkvæmt 20. gr. lögreglusamþykktar fyrir Reykjanesbæ, þá er svona starfsemi leyfisskyld, en sækja þarf um leyfi til lögreglustjóra sem gefur út leyfi, en það er háð umsögn bæjarstjórnar. Í leyfi skal m.a. kveðið á um aðgang ungmenna. Mun lögreglan stöðva þessa stafsemi þar til tilskilin leyfi liggja fyrir.

Skoða dagbók lögreglunnar hér
Frétt Suðurnesjafrétta
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024