Víkurfréttir tímanlega á ferðinni í þessari viku
Fjölbreytt og spennandi efni er að finna í nýjustu Víkurfréttum sem eru komnar í loftið. Blaðið er tímanlega á ferðinni í þessari viku, þar sem úti er sumar og sól og starfsfólk blaðsins í almennu sumarskapi. 
Hér að neðan má nálgast rafrænt blað en prentuð útgáfa Víkurfrétta er á leiðinni til Suðurnesja og verður dreift á alla okkar dreifingarstaði í fyrramálið.
Vakin er athygli á að Víkurfréttir koma næst út á prenti þann 19. júlí vegna sumarleyfa á ritstjórninni. Vefurinn okkar fer hins vega aldrei í frí og þar er staðin vakt alla daga. Senda má póst á ritstjórn á póstfangið [email protected].


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				