Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Fréttir

Víkurfréttir komnar á Netið
Miðvikudagur 7. september 2005 kl. 21:49

Víkurfréttir komnar á Netið

Fimmtudagsútgáfa Víkurfrétta er komin á netið og aðgengileg á forsíðu vf.is í vinstri dálki. Víkurfréttir eru 24 síður í þessari viku og að stórum hluta helgaðar Ljósanótt sem haldin var hátíðleg um síðustu helgi. Þessi þjónusta Víkurfrétta, að hafa prentútgáfuna aðgengilega á Netinu, mælist vel fyrir og vitum við að fólk víða um heim les blaðið með þessum hætti.
Í blaðinu er einnig viðtal við Hildigunni Guðmundsdóttur, einstæða móður í Keflavík, sem lýsir því fyrir lesendum hvernig sé að vera einstæð móðir í Reykjanesbæ í dag. Ein af stóru fréttunum er um þverpólitísk samtök sem ætla að beita sér fyrir því að innanlandsflugið verið flutt til Keflavíkur. Íþróttaumfjöllun er á sínum stað og smáauglýsingarnar, þar sem allt virðist seljast.
Talsvert af efni bíður birtingar til næsta blaðs, þar sem mikið af auglýsingum barst skömmu áður en blaðið fór í prentun og ekki var mögulegt að bæta við síðum. Þannig er engin Qmen-stúlka í blaðinu á morgun en úr því verður bætt í næstu viku. Við biðjum þá sem eiga greinar hjá okkur að sýna biðlund en allt efni blaðsins, sem ekki hefur verið birt á netinu, verður aðgengilegt hér á vf.is á morgun, fimmtudag.
Public deli
Public deli