Laugardagur 13. maí 2000 kl. 22:51
VÍKURFRÉTTIR KOMA ÚT SÍÐDEGIS Í DAG
Útgáfu víkurfrétta seinkar í dag og kemur blaðið út síðdegis. Ástæðan er bilun í prentsmiðju sem varð til þess að blaðið komst ekki á réttum tíma í póst.Þess í stað hefur verið kallað til úrvalslið blaðbera sem ætla að arka út í góða veðrið í dag og bera út blaðið.