Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Víkurfréttir í 35 ár
Fimmtudagur 13. ágúst 2015 kl. 14:04

Víkurfréttir í 35 ár

– Fyrsta tölublað Víkurfrétta kom út 14. ágúst 1980

Víkurfréttir fagna 35 ára útgáfuafmæli um þessar mundir en fyrsta tölublaðið kom út fimmtudaginn 14. ágúst 1980. Þá var blaðið í eigu Prentsmiðjunnar Grágásar í Keflavík.

Forveri Víkurfrétta var blaðið Suðurnesjatíðindi sem selt var í lausasölu en eins og kom fram á forsíðu fyrsta tölublaðs Víkurfrétta hafði útgáfu þess verið hætt í byrjun júní 1980. Víkurfréttum var dreift frítt í verslunum, stofnunum og hinum ýmsu stöðum í Keflavík og Njarðvík og gefið út hálfsmánaðarlega. Í janúarbyrjun 1983 var stofnað nýtt hlutafélag, Víkurféttir ehf. sem tók við útgáfu blaðsins og var farið að gefa það út vikulega í mars sama ár . Eigendur voru Páll Ketilsson og Emil Páll Jónsson en sá síðarnefndi fór út úr útgáfunni tíu árum síðar. Víkurfréttir ehf. hafa síðan þá verið í eigu Páls Ketilssonar og fjölskyldu.

Á forsíðu fyrsta tölublaðsins var m.a. fjallað um að 550 manns hafi misst atvinnuna þegar frystihús lokuðu. Þó væru aðeins 100 manns á atvinnuleysisskrá. Í fréttinni er fjallað um ástæður þess. Þær eru áhugaverðar í ljósi þess að stutt er síðan mikill fjöldi var atvinnulaus á Suðurnesjum.

Einnig er fjallað um aldur skipastóls Suðurnesjamanna, svangan svartbak og ráðningu í starf aðstoðarkaupfélagsstjóra. Kaupfélag Suðurnesja fagnar einmitt 70 ára afmæli 13. ágúst en þegar aðstoðarkaupfélagsstjórinn var ráðinn hefur félagið verið 35 ára.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024