Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Víkurfréttir fylgjast með golfmóti í Malasíu
Föstudagur 20. febrúar 2004 kl. 21:51

Víkurfréttir fylgjast með golfmóti í Malasíu

Eins og lesendur vf.is hafa eflaust veitt athygli þá eru Víkurfréttir á Netinu með fulltrúa á Carlsberg Malaysian Open, golfmóti sem nú stendur yfir í Kuala Lumpur í Malasíu. Páll Ketilsson, ritstjóri Víkurfrétta og tímaritsins Golf á Íslandi fylgist með Björgvini Sigurbergssyni úr Hafnarfirði sem keppir á þessu stóra móti.
Það hefur svo sem gengið á ýmsu en í dag stöðvuðu þrumur og eldingar á samt þvílíku úrhelli leik. Í samtali við Pál undir kvöld kom þó fram að hópurinn hefur það gott í nær 30 stiga hita í Kuala Lumpur. Hins vegar er loftraki mikill og þess vegna þakka flestir fyrir það að það er Carlsberg sem stendur að mótinu og því auðvelt að koma í veg fyrir vökvatap.
Meðfylgjandi mynd er af okkar manni að störfum, því auk Víkurfrétta og Golfs á Íslandi, þá vinnur Páll að sjónvarpsþáttum fyrir sjónvarpsstöðina Sýn og hér er Páll að taka viðtal við Björgvin Sigurbergsson á samt Jóni Hauki Jenssyni myndatökumanni.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024