VÍKURFRÉTTIR FÆRA NESI BOGA AÐ GJÖF
Víkurfréttir gáfu íþróttafélaginu Nesi fimm boga að gjöf að andvirði 100 þús. kr. og var gjöfin afhent á sumardaginn fyrsta í Íþróttamiðstöð Njarðvíkur. Páll Ketilsson og fjölskylda afhentu Hafsteini Ingibergssyni, varaformanni Ness, sem er íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum bogana við þetta tækifæri. Að því loknu tóku Páll og Stefán Bjarkason, íþrótta- og tómstundafulltrúi Reykjanesbæjar fyrstu boga-skotin og vígðu formlega bogana. Frambjóðendur allra pólitísku flokkana fylgdu í kjölfarið og reyndu fyrir sér í bogfimi og sýndu margir skemmtileg tilþrif. Síðar á þessu ári hefst tuttugasta afmælisár Víkurfrétta og er gjöf fyrirtækisins til Ness í tilefni af þessum tímamótum. Páll Ketilsson, ritstjóri og fjölskylda hans, Ásdís Pálmadóttir, eiginkona hans og börn, Valgerður Björk, Hildur Björk og Páll Orri ásamt Hafsteini Ingibergssyni varaformanni Ness.