Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Fimmtudagur 6. maí 1999 kl. 13:17

VÍKURFRÉTTIR FÆRA NESI BOGA AÐ GJÖF

Víkurfréttir gáfu íþróttafélaginu Nesi fimm boga að gjöf að andvirði 100 þús. kr. og var gjöfin afhent á sumardaginn fyrsta í Íþróttamiðstöð Njarðvíkur. Páll Ketilsson og fjölskylda afhentu Hafsteini Ingibergssyni, varaformanni Ness, sem er íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum bogana við þetta tækifæri. Að því loknu tóku Páll og Stefán Bjarkason, íþrótta- og tómstundafulltrúi Reykjanesbæjar fyrstu boga-skotin og vígðu formlega bogana. Frambjóðendur allra pólitísku flokkana fylgdu í kjölfarið og reyndu fyrir sér í bogfimi og sýndu margir skemmtileg tilþrif. Síðar á þessu ári hefst tuttugasta afmælisár Víkurfrétta og er gjöf fyrirtækisins til Ness í tilefni af þessum tímamótum. Páll Ketilsson, ritstjóri og fjölskylda hans, Ásdís Pálmadóttir, eiginkona hans og börn, Valgerður Björk, Hildur Björk og Páll Orri ásamt Hafsteini Ingibergssyni varaformanni Ness.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024