Víkurfréttir eru komnar út
Víkurfréttir eru komnar út og nálgast má rafræna útgáfu blaðsins hér að neðan. Prentaðri útgáfu verður dreift í fyrramálið á alla okkar dreifingarstaði á Suðurnesjum.
Áhugaverð viðtöl eru í blaðinu. Sannkallað drottningarviðtal við Guðnýju Kristjánsdóttur sem fagnar 40 ára leiklistarafmæli en sjálf fagnaði hún einnig 55 ára afmæli í vikunni.
Við tökum hús á menningarhúsinu Kvikunni í Grindavík og heimsækjum einnig fyrirtæki sem framleiðir vinsæla grænmetisrétti og fjölbreytta fiskrétti í Grindavík.
Fastir liðir eru á sínum stað. Ungmenni vikunnar, FS-ingur vikunnar, Lokaorð, aflafréttir, fallegar ljósmyndir frá Jóni Steinari og lengi mætti telja.