Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Víkurfréttir eru komnar á vefinn
Þriðjudagur 18. maí 2021 kl. 20:47

Víkurfréttir eru komnar á vefinn

Nýjasta tölublað Víkurfrétta er farið í prentun og verður hægt að nálgast prentað eintak á dreifingastöðum Víkurfrétta á morgun, miðvikudag.

Blaðið er 24 síður, sneisafullar af áhugaverðu efni að vanda en meðal viðmælenda í blaðinu eru Tommi í Búllunni sem hóf sinn veitingarekstur á Suðurnesjum fyrir allnokkru síðan, Guðmundur Pétursson sem er tekinn við sem formaður SAR á ný og við fáum að kynnast tælenska landsliðsmarkverðinum Tiffany Sornpao sem leikur með Keflavík í Pepsi Max-deild kvenna. Þá segjum við frá fjallahjólabraut sem var opnuð á Ásbrú fyrir stuttu, einstökum tónleikum þar sem Suðurnesjafólk var í sviðsljósinu og margt fleira. Svo fá íþróttirnar sinn skerf en þar er nóg um að vera þessa dagana; körfubolti, fótbolti, júdó, glíma, sund og fleira.

Fyrir þá sem geta ekki beðið eftir pappírsútgáfunni er rafræna útfgáfan aðgengileg hér fyrir neðan.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024