Víkurfréttir á Rás 2
- Ritstjórinn í spjalli á Helgarvaktinni
Ritstjóri og eigandi Víkurfrétta, Páll Ketilsson kíkti um síðastliðna helgi í heimsókn á Helgarvaktina á Rás 2 þar sem hann spjallaði við Huldu Geirsdóttur um 30 ára sögu Víkurfrétta en blaðið fagnaði afmæli sínu á dögunum. Þess má geta að Hulda starfaði um tíma sem blaðamaður hjá Víkurfréttum.
Páll rifjaði í viðtalinu m.a. upp langan og viðburðaríkan feril sinn í fréttamennsku en hann var 20 ára gamall þegar hann tók við rekstri Víkurfrétta. Spjallið sem spannar 30 ára sögu Víkurfrétta má heyra á vef Rúv í tengli hér að neðan.
Hlusta á viðtal hér. (hefst eftir 12 mínútur)