Víkurfréttir á Netinu halda áfram að vaxa
Víkurfréttir á Netinu halda áfram að vaxa og dafna. Vefurinn er nú sá níundi vinsælasti á Íslandi en 18.540 einstaklingar sóttu vefinn í síðustu viku í samtals 43.428 heimsóknum. Þá voru flettingar á síðunni rétt rúmlega 351.000 talsins, sem er það langmesta frá því Víkurfréttir á Netinu byrjuðu í vefmælingu hjá Modernus. Sem dæmi má nefna að flettingar hafa ekki farið yfir 100.000 á viku í heils ár.
Aukninguna í aðsókn má m.a. rekja til nýrra efnisþátta á vef Víkurfrétta. Þá hefur vefurinn verið auglýstur myndarlega, m.a. í Víkurfréttum í Hafnarfirði, Garðabæ og á Álftanesi. Aukningu á flettingum má rekja til þess að myndarleg ljósmyndagallerý hafa verið sett inn á vefinn og á bakvið hvert gallerý liggja 15-40 ljósmyndir og þegar yfir 18.500 einstaklingar taka sig til og fara að fletta í myndum og fréttum, þá verður útkoman eins og í þessari viku, 351.000 talsins.
Við höldum ótrauð áfram á Víkurfréttum á Netinu að bjóða fólki upp á fjölbreyttan og skemmtilegan vef.
Aukninguna í aðsókn má m.a. rekja til nýrra efnisþátta á vef Víkurfrétta. Þá hefur vefurinn verið auglýstur myndarlega, m.a. í Víkurfréttum í Hafnarfirði, Garðabæ og á Álftanesi. Aukningu á flettingum má rekja til þess að myndarleg ljósmyndagallerý hafa verið sett inn á vefinn og á bakvið hvert gallerý liggja 15-40 ljósmyndir og þegar yfir 18.500 einstaklingar taka sig til og fara að fletta í myndum og fréttum, þá verður útkoman eins og í þessari viku, 351.000 talsins.
Við höldum ótrauð áfram á Víkurfréttum á Netinu að bjóða fólki upp á fjölbreyttan og skemmtilegan vef.