Víkurfréttir á netinu fjórði stærsti fréttavefur landsins
Netútgáfa Víkurfrétta er fjórði stærsti fréttamiðill landsins á Internetinu. Eingöngu mbl.is, visir.is og ruv.is eru stærri fréttamiðlar á Netinu. Víkurfréttir eru jafnframt 14. stærsti netmiðill landsins, samkvæmt Samræmdri vefmælingu og birt er á vefnum teljari.is.
Samtals voru gestir Víkurfrétta í síðustu viku 9.968 og innlitin 24.701. Víkurfréttir sýndu mesta aukningu íslenskra vefmiðla í síðustu viku. Ástæðuna má, eins og svo oft áður, rekja til þess þegar aðrir stórir vefmiðlar tengja sínar síður við ákveðnar fréttir eða vef Víkurfrétta. Þannig voru nokkrar fréttir í síðustu viku sem vöktu athygli annarra miðla. Aðsóknin að vf.is í síðustu viku er sú þriðja mesta í sögu netútgáfu Víkurfrétta. Tvisvar sinnum hefur gestafjöldinn farið yfir 10.000 gesti á viku og einu sinni voru þeir rúmlega 12.200 talsins.
Samtals voru gestir Víkurfrétta í síðustu viku 9.968 og innlitin 24.701. Víkurfréttir sýndu mesta aukningu íslenskra vefmiðla í síðustu viku. Ástæðuna má, eins og svo oft áður, rekja til þess þegar aðrir stórir vefmiðlar tengja sínar síður við ákveðnar fréttir eða vef Víkurfrétta. Þannig voru nokkrar fréttir í síðustu viku sem vöktu athygli annarra miðla. Aðsóknin að vf.is í síðustu viku er sú þriðja mesta í sögu netútgáfu Víkurfrétta. Tvisvar sinnum hefur gestafjöldinn farið yfir 10.000 gesti á viku og einu sinni voru þeir rúmlega 12.200 talsins.