Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Víkurfréttir á Netinu á topp 10 listanum
Mánudagur 14. júní 2004 kl. 14:45

Víkurfréttir á Netinu á topp 10 listanum

Víkurfréttir á Netinu eru 10. vinsælasti vefur landsins, aðra vikuna í röð samkvæmt vefmælingu Virkrar vefmælingar á síðunni www.teljari .is. Gestir Víkurfrétta voru 15.565 talsins í síðustu viku og var aukningin 22% milli vikna. Innlitin voru rúmlega 33.600 talsins og flettingarnar rúmlega 65.000 talsins.
Flestar voru heimsóknirnar á síður sem birta myndir af stúlkunum sem taka þátt í Qmen-sumarstúlkukeppninni. Samtals voru rúmlega 15.000 innlit á síðuna sem birtir myndirnar af stúlkunum. Ný stúlka mun birtast á þeirri síðu í þessari viku.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024