Víkurfréttir 20 ára í dag
Víkurfréttir fagna 20 ára útgáfuafmæli í dag, mánudaginn 14. ágúst 2000Það var þann dag árið 1980 sem fyrsta tölublað Víkurfétta kom út.Blaðið var fyrst gefið út af prentsmiðjunni Grágás í Keflavík. Núverandi eigandi blaðsins eru Víkurfréttir ehf. í eigu Páll Ketilssonan en hann keypti rekstur blaðsins árið 1983 og hefur verið ritstjóri blaðsins síðan þá.Á þessum tuttugu árum sem liðin eru frá því blaðið kom fyrst út má áætla að um 20.000 blaðsíður hafi verið gefnar út.Víkurfréttir eru stærsta vikublaðið á Suðurnesjum og dreift frítt inn á öll heimili á Suðurnesjum á fimmtudagsmorgnum. Blaðið er allt litprentað en prentsmiðjan Oddi annast prentun blaðsins í fullkomnustu prentvél landsins sem tryggir hámarks gæði.Tímamótanna verður minnst með veglegum hætti síðar á þessu ári.Forsíða 1. tölublaðs Víkurfrétta 14.ágúst 1980