Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Viktor Örn Matreiðslumaður Norðurlandanna
Þriðjudagur 18. mars 2014 kl. 18:00

Viktor Örn Matreiðslumaður Norðurlandanna

Viktor Örn Andrésson, matreiðslumeistari  hjá Bláa Lóninu, sigraði í keppninni um matreiðslumann Norðurlanda sem fram fór  í Herning í Danmörku í dag.

Helstu matreiðslumenn Norðurlandanna eru samankomnir í Herning og  keppti Viktor við þá bestu frá Noregi, Finnlandi, Svíþjóð og Danmörku.  Keppnin hófst snemma í morgun og skilaði Viktor forrétti kl. 13.15,  aðalrétti kl. 14.15 og eftirrétti kl. 15.30.

Viktor segir að dagurinn hafi verið annasamur  og frábær. „Keppnin sjálf tók 6 klukkustundir og svo tók við 2ja tíma bið eftir úrslitunum. Tilfinningin er stórkostleg, og það er einnig gaman að segja frá því að þetta er í annað sinn sem Íslendingur vinnur keppnina en Ragnar Ómarsson sigraði hana fyrir nokkrum árum síðan,“ sagði Viktor.

Þráinn Freyr Vigfússon, einn af yfirmatreiðslumeisturum Bláa Lónins, og fyrirliðiði kokkalandsliðsins er staddur í Herning.  Hann segir að keppnin hafi gengið vel og góð stemning hafi verið á staðnum. 

Hráefnið sem keppendurnir elduðu úr er þorskur og humar í forrétt og nautahryggur og nautakinn í aðalrétt. Í eftirréttinum var marsípan og lífrænt dökkt súkkulaði.

Viktor hefur starfað sem yfirmatreiðslumeistari Bláa Lónsins frá árinu 2010. Hann býr yfir víðtækri starfsreynslu hér heima og erlendis og starfaði m.a. um tíma á Michelin stjörnu staðnum Domaine de Clairfontaine í Lyon, Frakklandi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024