Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Víkingasverð afhjúpað í Reykjanesbæ á föstudaginn
Miðvikudagur 5. október 2005 kl. 09:52

Víkingasverð afhjúpað í Reykjanesbæ á föstudaginn

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, mun afhjúpa stækkaða eftirgerð af Kaldárhöfðasverðinu á Víkingatorgi í Reykjanesbæ, föstudaginn 7. október 2005 kl. 19:00.

Sverðið fannst í landi Kaldárhöfða við Úlfljótsvatn 20. maí 1946 og er nú varðveitt í Þjóðminjasafni Íslands. Talið er að sverðið hafi verið í eigu höfðingja sem uppi var á 10 öld.

Stefán Geir Karlsson sá um gerð sverðsins sem er úr graníti og 7 metra hátt.

Sverðið vísar á Víkingaheim sem mun rísa við ströndina við Fitjar og tengjast nausti víkingaskipsins Íslendings og sögu víkinga Norður Atlantshafsins.

Reykjanesbær og Verkfræðistofa Suðurnesja höfðu umsjón með uppsetningu sverðsins, en framkvæmdina styrktu Sparisjóðurinn í Keflavík, Magnús Magnússon frá Höskuldarkoti og Íslendingur ehf.

Áhugahópur um súluna mun að lokinni vígslu sverðsins standa fyrir Súluveislu í Stapanum, en hafsúlan er einkennisfugl Reykjanesbæjar.

Þar verður m.a. boðið upp á sjávarrétti, súlu og lambakjöt sem og fræðsluerindi um líferni súlunnar og fyrirhugaðan víkingaheim í Reykjanesbæ.

Mynd: Listamaðurinn við sverðið góða.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024