Víkingaskipið Íslendingur leggur í hann á morgun
Undirbúningur að heimkomu víkingaskipsins „Íslendings“ gengur samkvæmt áætlun. Gunnar Marel skipsstjóri og Elías Jensson stýrimaður eru báðir komnir til Westbrook í Connecticut, þar sem skipið mun leggja upp til Boston á morgun. Gunnar Marel segir skipið í mjög góðu ástandi og hlakkar til fararinnar. Síðastliðinn sunnudag hélt Íslendingur í vel heppnaða prufusiglingu með fjölmiðlafólki vestra og forystumönnum í Westbrook. Gert er ráð fyrir að skipið sigli af stað frá Westbrook kl. 13.00 á morgun. Þar verður hátíðleg kveðjuathöfn. Auk þeirra Elíasar og Gunnars verða sex skipverjar með í för, velunnarar Íslendings frá Westbrook.
Íslendingur mun sigla upp til Boston og er áætlaður komutími föstudagurinn 2. ágúst en Iceland Naturally og Íslensk-Ameríska verslunarráðið hafa
skipulagt móttökuathöfn af því tilefni. Daginn eftir mun svo siglt áleiðis til Shelburne í Nova Scotia, með viðkomu í Portsmouth. Í Shelburne er áætlað að víkingaskipið verði 9. ágúst en þar mun það tekið um borð í Lagarfoss Eimskipafélagsins 12. ágúst og siglt heim á leið.
Íslendingur mun sigla upp til Boston og er áætlaður komutími föstudagurinn 2. ágúst en Iceland Naturally og Íslensk-Ameríska verslunarráðið hafa
skipulagt móttökuathöfn af því tilefni. Daginn eftir mun svo siglt áleiðis til Shelburne í Nova Scotia, með viðkomu í Portsmouth. Í Shelburne er áætlað að víkingaskipið verði 9. ágúst en þar mun það tekið um borð í Lagarfoss Eimskipafélagsins 12. ágúst og siglt heim á leið.