Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Víkingaheimar rísa á Fitjum, 240 milljóna framkvæmd
Föstudagur 13. júlí 2007 kl. 16:47

Víkingaheimar rísa á Fitjum, 240 milljóna framkvæmd

Samningur milli Íslendings ehf og Spangar ehf um byggingu skála Íslendings og sýningar því tengdu m.a. í samstarfi við Smithsonian var undirritaður í dag.

Skv. samningi þessum tekur verktaki að sér að byggja og fullgera húsið og jafna lóð við skálann. Tilboð voru opnuð í 960 m2 sýningarhús og skála fyrir Íslending þann 6. júní s.l. Alls bárust 3 tilboð sem öll voru töluvert yfir kostnaðaráætlun sem var 240.328.780 kr. Nú hefur verið samið við byggingarfyrirtækið Spöng ehf um að taka að sér verkið á grundvelli kostnaðaráætlunar.

Hús Íslendings rís á uppfyllingu við Fitjatjarnir í Njarðvík og segir í tilkynningu að það eigi að verða allt hið glæsilegasta og muni setja mikinn svip á umhverfið. Í tengslum við naust Íslendings er mikið landsvæði sem nú er verið að byggja upp undir Víkingaheima. Framkvæmdir hefjast nú þegar og er stefnt að opnun um mitt sumar 2008.

Fyrir hönd Íslendings ehf. skrifaði framkvæmdarstjóri félagsins, Steinþór Jónsson, undir samninginn  en eigandi Spangar, Sigurbjörn Haraldsson, skrifaði undir fyrir þeirra hönd. Stefnt er að því að svæðið verði eitt helsta aðdráttarafl ferðamana í Reykjanesbæ og myndi um leið einn af fjórum helstu kennileitum Bláa Demantsins á Reykjanesi.

Arkitekt hússins er Guðmundur Jónsson en Teiknistofan Óðinstorgi hefur umsjón og eftirlit með framkvæmdinni.

VF-myndir/Hilmar Bragi

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024