Víkingaheimar: Byggingarframvæmdir boðnar út á næstunni
Bygging sýningarskálans, sem hýsa mun víkingaskipið Íslending við Fitjar, verður boðin út um miðjan þennan mánuð. Stærð skálans er upp á tæpa eitt þúsund fermetra og munu framkvæmdir hefjast í sumar. Ráðgert er að ljúka þeim fyrir næsta vor.
Samhliða er unnið á fullum krafti að undirbúningi víkingasýningarinnar og markaðsmálum tengdum verkefninu.
Gjaldtaka inn á svæðið mun hefjast í sumar en verið er að koma upp leiktækjum fyrir börn ásamt salernisaðstöðu en svæðið við Stekkjarkot og Íslending er þegar orðið vinsæll áningarstaður ferðamanna um Reykjanes. Áætlanir gera ráð fyrir að um 100.000 gestir muni árlega heimsækja sýningarsvæði og skemmtigarð Víkingaheima.