Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vígsla nýbyggingar og sparkvallar í Vogum
Föstudagur 18. nóvember 2005 kl. 15:22

Vígsla nýbyggingar og sparkvallar í Vogum

Nýbygging Stóru-Vogaskóla í Vogum á Vatnsleysuströnd verður formlega vígð nú kl. 16:00. Athöfnin hefst á vígslu nýs sparkvallar sem settur hefur verið upp á skólalóðinni. Að henni lokinni fer fram dagskrá í Tjarnarsalnum, salnum við skólann.

Dagskráin hefst á ávarpi oddvita. Þá verður byggingasaga rakin, ávarp skólastjóra og sveitarstjóra. Séra Carlos Ferrer blessar skólann og kór Kálfatjarnarkirkju syngur. Þá er tónlistaratriði nemenda og gestum boðið að skoða skólann.

Boðið verður upp á veitingar í boði Fasteignar hf. Öllum íbúum Vatnsleysustrandarhrepps er boðið að vera viðstaddir vígsluna en þeir geta einnig skoðað skólann á milli kl. 17-18 í dag.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024