Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Viðvörunarskilti sett upp við Háabjalla
Mánudagur 5. apríl 2004 kl. 12:28

Viðvörunarskilti sett upp við Háabjalla

Í dag mun Sprengjudeild Landhelgisgæslunnar setja upp viðvörunarskilti á gömlu skotæfingasvæði Bandaríkjahers við Háabjalla. Á svæðinu hafa yfir 600 virkar sprengjur fundist á síðustu árum. Starfsmenn Sprengjudeildar Landhelgisgæslunnar hafa farið um svæðið árlega í leit að virkum sprengjum.
Í apríl í fyrra fundu 12 ára strákar sprengju við Háabjalla og var Sprengjudeild Landhelgisgæslunnar kölluð á vettvang til að sprengja sprengjuna. Kraftur sprengingarinnar var gríðarlegur og myndaðist gígur þar sem sprengjan sprakk.

Fólk sem finnur óþekkta og/eða hættulega hluti skal gera eftirfarandi ráðstafanir:
a) Alls ekki hreyfa hlutinn.
b) Merkja staðinn þannig að auðvelt sé að finna hann aftur eftir leiðbeingum.
c) Tilkynna til lögreglu í síma 112 eða til Landhelgisgæslu í síma 545 2000.

Mynd: Sprengingin var öflug þegar starfsmenn Sprengjudeildar Landhelgisgæslunnar sprengdu sprengjuna við Háabjalla síðastliðið vor. VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024