Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Viðurkenningar veittar til fjölskylduvænna fyrirtækja
Þriðjudagur 2. mars 2010 kl. 08:19

Viðurkenningar veittar til fjölskylduvænna fyrirtækja


Keilir, Kaffitár og Vatnaveröld - sundmiðstöð hlutu viðurkenningu sem fjölskylduvæn fyrirtæki á Degi um málefni fjölskyldunnar sem haldinn var í Íþróttaakademíunni síðastliðinn laugardag.

Einnig voru veittar viðurkenningar til dagforeldra sem starfað hafa í 10 ár í Reykjanesbæ. Viðurkenninguna hlutu Vilfríður Þorsteinsdóttir, Guðný Sigríður Jónsdóttir og Guðrún Þórhildur Ævarsdóttir.

Fjölskyldu- og félagsþjónusta Reykjanesbæjar veitir árlega viðurkenningar til fjölskylduvænna fyrirtækja í Reykjanesbæ en markmiðið er að hvetja stjórnendur fyrirtækja til þess að setja sér fjölskyldustefnu. Þetta er í níunda sinn sem viðurkenningin er veitt og hafa fjölmörg fyrirtæki í Reykjanesbæ þegar hlotið þessa viðurkenningu.
---

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Mynd/rnb.is