Viðurkenningar vegna brunavarna
Í dag afhenti slökkvilið Brunavarna Suðurnesja viðurkenningar til leikskólanemenda, grunnskólanemenda og nemenda Fjölbrautaskóla Suðurnesja fyrir þátttöku í æfingum slökkviliðsins í æfingum slökkviliðsins í vetur. Sigmundur Eyþórsson slökkviliðsstjóri sagði við afhendinguna að mjög mikilvægt sé að allir aðilar séu meðvitaðir um viðbrögð ef bruna ber að höndum: "Starfsáætlun Brunavarna Suðurnesja gerir ráð fyrir að á haustin fari fram átak í forvörnum og fræðsla um viðbrögð við brunum. Markmiðið er að ná til sem flestra einstaklinga á svæðinu og að fyrir liggi fyrirfram ákveðið skipulag um viðbrögð verði bruni. Skólar á svæðinu eru einn af aðalmarkhópum okkar," sagði Sigmundur og bætti við að gott samstarf hafi verið við stjórnendur skólanna: "Í góðu samstarfi við skólastjórnendur, starfsfólk og nemendur skólanna voru gerðar og endurskoðaðar, brunavarnaráætlanir fyrir alla skóla á svæðinu. Eldvarnareftirlit Brunavarna Suðurnesja kynnti brunavarnir í byggingunum og gáfu ráð við gerð brunavarnaráætlanna. Á tímabilinu 10. september til 7. nóvember voru brunavarnaráætlanir skólanna æfðar. Fulltrúi eldvarnareftirlitsins mætti á staðinn með reykvél sem framkallar gervireyk Með tækinu er reykur framkallaður í ákveðnum rýmum og könnuð viðbrögð brunaviðvörunarkerfis og í framhaldi, starfsfólks- og nemenda skólans. Æfð er boðun slökkviliðs, samskipti og upplýsingaflæði við Neyðarlínu og Öryggismiðstöðvar og skipulag í samræmi við fyrirfram ákveðið ábyrgðarhlutverk starfsfólks skólanna. Hver þáttur var tímamældur þ.e. hvenær reykmyndun hefst og útkall berst til Slökkviliðs B.S., leitartími reykkafara, heildartími rýmingar og björgunar og fl. Framkvæmdar voru 21 æfing og er áætlað að fjöldi þátttakennda hafi verið um 4200 nemendur, auk starfsfólks í skólunum og slökkviliðsmanna. Í heild sinn má segja að æfingarnar hafi gengið mjög vel og skilað því sem til var ætlast. Ýmsir ágallar komu fram og eru settir fram í umsögn um hvern skóla. Flestir gallana hafa nú þegar verið lagfærðir eins og kostur er," sagði Sigmundur og kvaðst ánægður með árangurinn.
Sigmundur sagði einnig að slík yfirferð og æfing sé mjög mikilvæg og nauðsynlegt að slíkar æfingar séu gerða að árlegum viðburði: "Við teljum að þegar skólastarfið er hafið og jólin nálgast sé einkar hentugur tími til slíkra æfinga því jólin og áramótin er sá tími þegar fólk er mest með opin eld s.s. kerti og skreytingar og allskyns eldunargræjur eru í mikilli notkun. Við teljum fullvíst að þetta átak skili sér inná flest heimili á svæðinu, en að auki heimsækir forvarnarfulltrúi Eldvarnareftirlitsins jaðarbyggðir og skoðar aðstæður, ráðleggur og afhendir íbúum forvarnarbækling og rafhlöður í reykskynjarann," sagði Sigmundur að lokum.
Sigmundur sagði einnig að slík yfirferð og æfing sé mjög mikilvæg og nauðsynlegt að slíkar æfingar séu gerða að árlegum viðburði: "Við teljum að þegar skólastarfið er hafið og jólin nálgast sé einkar hentugur tími til slíkra æfinga því jólin og áramótin er sá tími þegar fólk er mest með opin eld s.s. kerti og skreytingar og allskyns eldunargræjur eru í mikilli notkun. Við teljum fullvíst að þetta átak skili sér inná flest heimili á svæðinu, en að auki heimsækir forvarnarfulltrúi Eldvarnareftirlitsins jaðarbyggðir og skoðar aðstæður, ráðleggur og afhendir íbúum forvarnarbækling og rafhlöður í reykskynjarann," sagði Sigmundur að lokum.