Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Víðtæk leit að erlendum kajakræðurum
Sunnudagur 10. júní 2007 kl. 23:20

Víðtæk leit að erlendum kajakræðurum

Um 150 björgunarsveitarmenn allt frá Garðskaga til Snæfellsness hafa verið kallaðir út til þess að leita að tveimur erlendum kajakræðurum á Faxaflóa.

Fólkið lagði af stað frá Garðskaga í gærmorgun og hugðist þvera Faxaflóann og fara yfir á Snæfellsnes og átti samkvæmt upplýsingum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar að vera komið á áfangastað í gærkvöld eða í morgun. Ekkert hefur hins vegar spurst til fólksins og því hefur verið hafin leit.

Að sögn Ólafar Snæhólm Baldursdóttur, upplýsingafulltrúar Landsbjargar, hafa 19 sveitir allt frá Suðurnesjum til Snæfellsnes verið kallaðar út. Harðbotna bátar sveitanna leita við ströndina en björgunarskipin út á flóanum og þá er enn fremur leit á landi. Sérstakar kajaksveitir á vegum björgunarsveitanna eru líka að störfum en ekki er algengt að þær taki þátt í leit. Enn fremur hefur þyrla Landhelgisgæslunnar, Gná, verið kölluð út.

Lögregla segir annan kajakinn vera gulan og hvítan og hinn silfraðan og biður fólk sem hafi orðið vart við kajaka á leiðinni frá Reykjavík og vestur á Snæfellsnes að hafa samband við lögreglu í gegn un Neyðarlínu 112.

Að sögn Ólafar var fólkið þrælvant kajakróðri og vel útbúið en þetta mun vera í fyrsta sinn sem reynt er að þvera Faxaflóann á kajak. Það var bæði með talstöð og síma en ekki hefur náðst samband við þá. Veðrið á leiðinni mun einnig hafa verið gott en talið er hugsanlegt að ferðalöngunum hafi stafað hætta af selum eða hvölum.

Landhelgisgæslan byrjaði að svipast eftir fólkinu um miðjan dag. Hafði hún samband við báta að veiðum úti á Faxaflóa og bað þá um að svipast um eftir ræðurunum. Sú eftirgrennslan bar ekki árangur og framhaldinu var því ákveðið að ræsa út björgunarsveitir.

 

www.visir.is / myndir: Hilmar Bragi Bárðarson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024