Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Viðsnúningur í rekstri HS Veitna
Þriðjudagur 31. ágúst 2010 kl. 08:23

Viðsnúningur í rekstri HS Veitna


Viðsnúningur varð í rekstri HS Veitna fyrstu sex mánuði ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Nemur hann 135 milljónum króna. Hagnaður á þessu tímabili nam 91 milljón samanborið við 43 milljón króna tap á sama tímabili í fyrra.
Þessi viðsnúningur skýrist af m.a. af bættum rekstri, breytingu á gjaldfærðri lífeyrisskuldbindingu og lægri verðbótum langtímalána en frá fyrra tímabili, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá félaginu.

Aukning í EBITDA er um 20,2% á milli tímabila, nam 666 m.kr. fyrstu sex mánuði ársins á móti 554 m.kr. á sama tímabili 2009.

Í tilkynningunni segir að fjárhagsstaða félagsins sé sterk og horfur góðar. Eiginfjárhlutfall sé nánast óbreytt, en það hækkar í 51,0% lok júní en var 50,9% í lok árs 2009. Veltufjárhlutfall var í lok júní 2,16 samanborið við 4,83 í ársbyrjun.

Sjá nánar á heimasíðu HS Veitna hér

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024