Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Viðskiptafréttastjóri til varnar Suðurnesjum
Föstudagur 18. maí 2012 kl. 12:46

Viðskiptafréttastjóri til varnar Suðurnesjum

Magnús Halldórsson viðskiptafréttastjóri Vísir og Stöðvar 2 skrifar ítarlegan pistil um Suðurnes á vef Vísis í dag. Þar skrifar hann pistil til varnar Suðurnesjum.

„Á Suðurnesjum býr „ekta“ fólk sem vinnur mikilvæga vinnu fyrir landið. Það er jafn merkilegt og annað fólk á Íslandi. Erfiðleikarnir núna eru tímabundnir vegna áfalla, og það þýðir ekki endalaust að hamra á því hvað staðan er slæm heldur frekar að marka langtímastefnu um hvernig megi byggja upp innviðina að nýju sem fóru með varnarliðinu og að hluta með hruni fjármálakerfisins og krónunnar. Þessi staða er að einhverju leyti heimatilbúin, en það hefur enga þýðingu að draga öll vandamálin í pólitíska dilka, svo það finnist alveg örugglega einhver sökudólgur. Frekar ætti að skoða það betur en gert hefur verið, hvernig megi gera Suðurnesin að enn betri stað,“ segir í lokaorðum Magnúsar á vef Vísis.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Pistilinn má lesa hér.