Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Viðreisn hélt kynningarfund í Reykjanesbæ
Miðvikudagur 11. maí 2016 kl. 00:05

Viðreisn hélt kynningarfund í Reykjanesbæ

Í Reykjanesbæ laugardaginn 16. apríl var kynningarfundur nýs stjórnmálaafls sem heitir Viðreisn og hefur verið í undirbúningi í rúm tvö ár. Það er þó óstofnað, en búast má við því að stofnfundur verði haldinn síðustu vikuna í maí, en á næstunni munu nánari upplýsingar koma fram, að því er fram kemur í tilkynningu frá forsvarsmönnum Viðreisnar.
 
Aflið kynnir sig sem frjálslynt og nútímalegt og mun bjóða fram í öllum kjördæmum landsins í næstu Alþingiskosningum. Markmið aflsins er sagt vera að berjast fyrir frelsi, jafnrétti, réttlátu samfélagi, vestrænni samvinnu, stöðugu efnahagslífi og fjölbreyttum tækifærum. Rauði þráðurinn í þeirri stefnu er sagður vera sá að almannahagsmunir skulu teknir fram yfir sérhagsmuni.
 
„Best væri að lýsa þessu sem fersku og nýju umbótaafli. Það er ófrávíkjanleg krafa almennings að almannahagsmunir skulu ráða för í stefnumótun og skipulagningu samfélagsins. Ráðamenn virðast þó ekki átta sig á þessu og því er ljóst að breytinga er þörf,“ sagði Bjarni Halldór Janusson, meðal stofnenda Viðreisnar, aðspurður um stefnu flokksins. Hann bætti svo við að nauðsynlegt væri að virkja ungt fólk hvað stjórnmálin varðar, enda eðlilegt að raddir allra hópa fengju að heyrast og ekki síst raddir unga fólksins. 
 
„Íslenskt samfélag þarf á ákveðnum ferskleika að halda. Finna þarf meðalhófið milli fagmennsku og ferskleika, svo samfélagið sé opið fyrir breytingum og nýjum tíðaranda, en hafi einnig fagmennsku að leiðarljósi,“ sagði Bjarni. Að lokum hvatti hann alla áhugasama að finna Viðreisn á facebook og fylgjast með þar.
 
 
Frá fundi Viðreisnar á Parkinn hótelinu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024