Mánudagur 31. desember 2001 kl. 15:35
Viðrar vel til flugeldaskothríðar
Víðast hvar á landinu ætti að sjást vel til flugelda á miðnætti samkvæmt veðurspám.
Theódór Hervarsson veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands vill þó ekki taka
svo djúpt í árinni að segja að áramótaveðrið verði frábært en segir það verða þokkalegt um allt land.