Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Viðræðurnar komnar í algjöran hnút
Miðvikudagur 26. mars 2014 kl. 09:33

Viðræðurnar komnar í algjöran hnút

Félag flugmálastarfsmanna ríkisins (FFR), SFR stéttarfélag í almannaþjónustu og Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) hafa verið í samningaviðræðum við Isavia undanfarnar vikur um gerð nýs kjarasamnings.

Félögin vísuðu málinu til ríkissáttasemjara eftir að fullreynt var að ekki næðist saman milli félaganna og Isavia.

Undir handleiðslu ríkissáttasemjara hefur verið unnið að samningsgrunni sem félögin töldu að hægt væri að byggja hugsanlegar viðræður og samkomulag á.

Í gær bárust félögunum hins vegar borist fréttir af því frá viðsemjanda að til þess að vinna frekar á þeim samningsgrunni yrði sett það skilyrði að samningurinn yrði lengdur verulega  eða um 7 mánuði, sem þýddi að samningstíminn væri þá orðinn 19 mánuðir.

Þetta skilyrði er algjörlega óásættanlegt að mati samninganefnda félaganna. Staðan er því sú að kjarasamningsviðræðurnar eru komnar í algjöran hnút og því hafa samninganefndir félaganna lagt til við stjórnir þeirra að efna til allsherjar atkvæðagreiðslu hjá félagsmönnum hjá Isavia um boðun aðgerða. Sú atkvæðagreiðsla hefst á baráttufundi félaganna þann 27. mars nk.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024