Viðræður við Sigga í fullum gangi
Falur Harðarson þarf að gangast undir uppskurð á hné og viðræður Keflavíkur og Sigurðar Jónssonar eru í fullum gangi. Þetta og meira í VF-smælki vikunnar.Falur Harðarson, fyrirliði landsliðsins og Keflavíkur fer í uppskurð og verður frá keppni til áramóta. Hann hefur leikið nokkra leiki í haust með Keflavík og ekki náð sér á strik þar sem hann hefur fundið til í hægra hné. Nú er komið í ljós að hann er með rifinn liðþófa . Falur gerir ráð fyrir að vera kominn í gang að nýju strax eftir áramótin. - Þórarinn Kristjánsson,knattspyrnumaður hjá Keflavík, er nú hjá skoska liðinu Dundee United. Hann mun leika með varaliði félagsins á mánudagskvöldið. Þórarinn kíkti á aðstæður hjá Sheffield Utd. og skoraði mark í jafnteflisleik með varaliðnu. - Stutt heimsókn Gunnleifs Gunnleifssonar, Keflavíkurmarkvarðar til enska smáliðsins Bury ýtti umræðum af stað um að markvörður félagins, Paddy Kenny, væri á leiðinni til Arsenal, sem þannig hefði gefið Gunnleifi góða möguleika á samningi við félagið. Forráðamenn félagsins sögðu í samtali við fótboltavefinn Team talk að markvörðurinn væri ekki á förum og Gunnleifur er kominn aftur til landsins. "