Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Viðræður við HSS varðandi þjónustu í Sandgerði
Mánudagur 30. janúar 2012 kl. 12:44

Viðræður við HSS varðandi þjónustu í Sandgerði


Minnisblað viðræðuhóps Sandgerðisbæjar við fulltrúa Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja var lagt fyrir fund bæjarráðs Sandgerðis á dögunum. Bæjarráð fagnar því góða samstarfi sem hefur verið við HSS síðustu misseri á tímum þar sem stjórnendur Heilbrigðisstofnunarinnar þurfa að vinna undir ströngum sparnaðarkröfum.

Bæjarráðið lýsir þó yfir áhyggjum af fyrirséðum læknaskorti á Suðurnesjum sem hefur áhrif til hins verra í heilbrigðismálum á svæðinu.

Þá lýsir bæjarráð Sandgerðis yfir vilja til samstarfs við stjórnendur HSS til að tryggja reglubundna viðveru læknis í Sandgerði einkum í ljósi þess að ekki hefur verið haldið úti lögbundinni heilsugæsluþjónustu í sveitarfélaginu frá árinu 2008.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024