Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Viðræður um sameiningu slökkviliða í biðstöðu vegna lagatúlkana
Mánudagur 15. febrúar 2010 kl. 11:49

Viðræður um sameiningu slökkviliða í biðstöðu vegna lagatúlkana


Framkvæmdir eru að hefjast við breytingar á Strandgötu 17 í Sandgerðisbæ þar sem slökkviliðið hefur aðsetur. Með breytingunum verður hægt að hafa báða bíla slökkviliðsins á einum stað en vegna þröngs húsakosts varð að geyma annan bílinn út í bæ.

Sandgerðisbær keypti þann hluta húsnæðisins sem áður hýsti björgunarsveitina Sigurvon en hún flutti starfsemi sína í nýtt húsnæði sem staðsett er við höfnina. Með kaupunum var því hægt að stækka aðstöðu slökkviliðsins þannig að neðri hæðin mun hýsa bílana en á efri hæðinni verður aðstaða undir starfsemi slökkviliðsins.

Fyrir nokkru fóru af stað viðræður um sameiningu slökkviliðanna í Keflavík, Sandgerði og Keflavíkurflugvallar. Að sögn Sigurðar Vals Ásbjarnarsonar eru þær viðræður í biðstöðu vegna ágreinings ráðuneyta um lagatúlkanir.
„Við brotthvarf varnarliðsins varð ljóst töluvert landsvæði af gamla varnarsvæðinu kæmi yfir til okkar. Þar með kom þjónustuþáttur sem við þurftum að setjast yfir. Síðan hefur komið í ljós að það er ágreiningur á milli ráðuneyta um lagatúlkanir og meðan það liggur á milli ráðuneyta höfum við staldrað við samkvæmt ráðleggingum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Þeirra mat er að okkur sé ekki heimilt að skrifa undir neina samninga fyrr en lögin eru klár. Annað ráðuneytið knýr á en hitt heldur að sér höndum. Þannig að það er beðið eftir úrskurði,“ sagði Sigurður í samtali við VF.
Að sögn Sigurðar hefur verið samið við Brunavarnir Suðurnesja um samstarf við eldvarnareftirlit í Sandgerði.

---

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


VFmynd/elg - Frá slökkvistarfi í Sandgerði á síðasta ári.