Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Viðræður um framtíð varnarliðsins í Washington
Miðvikudagur 19. október 2005 kl. 14:55

Viðræður um framtíð varnarliðsins í Washington

Íslensk samninganefnd fundar í dag  með fulltrúum bandarískra stjórnvalda um framtíð varnarliðsins hér á landi í Washington. Geir H Haarde utanríkisráðherra, segir að ekki sé hægt að búast við að skýr niðurstaða í viðræðurnar náist á fundinum. Geir sagði í fréttum Rúv  að ekki sjái enn fyrir endann á viðræðum um framtíð varnarliðsins hér á landi. Hann vonast þó til að niðurstaða náist á næstu mánuðum. Efnislega snýst ágreiningurinn um að skiptingu kostnaðar við rekstur stöðvarinnar.

Geir segir að gengið sé út frá því í viðræðunum að orrustuþoturnar verði hér áfram en að breytingar geti orðið á herstöðinni, meðal annars að hermönnum verði fækkað. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024