Viðræður um hönnun á gervigrasvelli í Suðurnesjabæ
Bæjarráð Suðurnesjabæjar hefur samþykkt samhljóða að fela bæjarstjóra að eiga viðræður við VSÓ Ráðgjöf um hönnun gervigrasvallar.
Minnisblað bæjarstjóra um verðkönnun varðandi hönnun gervigrasvallar var tekið fyrir á fundinum. Gert er ráð fyrir að gervigrasvöllurinn rísi þar sem aðalvöllur Reynis stendur í dag.
Talsverð átök hafa verið innan sveitarfélagsins um málefni gervigrasvallarins og t.a.m. féll meirihlutinn í Suðurnesjabæ fyrr í sumar vegna málsins.