Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Víðihlíð gefnar 430 bækur
Föstudagur 11. júní 2004 kl. 15:55

Víðihlíð gefnar 430 bækur

Hjúkrunarheimilið Víðihlíð fékk í dag afhenta bókagjöf sem gefin er til minningar um Aðalbjörgu Guðrúnu Guðmundsdóttur sem lést af völdum krabbameins þann 9. apríl 2002. Einar Bragason eiginmaður Guðrúnar afhenti gjöfina Víðihlíð í dag. Auk bókagjafarinnar var Víðihlíð gefnar 10 þúsund krónur sem notast eiga til kaupa á bókaskáp.
Einar er búsettur í Vogum á Vatnsleysuströnd og bjuggu þau hjónin þar allan sína búsetutíð.
Einar segir að Guðrún hafi verið mikil bókakona. „Hún vann við bókavörslu í Vogunum í 16 ár og hún hafði yndi af því að safna bókum. Í þessari gjöf eru 430 bækur og ég vona að þessi gjöf megi verða til  þess að styrkja uppbyggingu bókasafnsins hér að Víðihlíð,“ sagði Einar við þetta tilefni.

Myndin: Hildur Helgadóttir hjúkrunarforstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja tekur við bókagjöfinni og þúsund króna ávísun sem Einar Bragason afhenti í dag.  Á myndinni eru einnig Ingibjörg Þórðardóttir deildarstjóri og Guðmunda Jónsdóttir umsjónarmaður félagsstarfs á Víðihlíð. VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024