Viðhaldsvinna í dreifistöð HS Veitna í Háholti á fimmtudaginn

HS Veitur sendu frá sér tilkynningu á Facebook síðu sinni þar sem sagt er frá því að viðhaldsvinna í dreifistöð í Háholti fari fram nk. fimmtudag (15.febrúar).

Fasteignir sem standa við Háholt, Lyngholt, Skólaveg, Sunnubraut og Tjarnargötu verða án rafmagns á meðan vinnu stendur en gert er ráð fyrir því að rafmagn verði tekið af kl. 10 um morguninn og verði komið á aftur eigi síðar en kl. 16., seinnipart dags. 

Biðja HS Veitur velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda viðskiptavinum þeirra.