Viðhaldsfríar byggingavörur í Vogum
Fyrirtækið Á HÚS í Vogum hefur hafið innflutning á viðhaldsfríu efni til húsbygginga. Þar á meðal eru gluggar og gler frá kanadíska fyrirtækinu Atlantic Windows. Gluggarnir eru í kanadískum byggingarstíl sem Suðurnesjamenn eru farnir að þekkja. Gluggarnir eru úr vínilplasti og voru m.a. slagregnsprófaðir hjá Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins og stóðust prófið 100%.Guðmundur Franz Jónasson í Vogum stendur að fyrirtækinu, Á HÚS. Hann sagði í samtali við Víkurfréttir að hann hafi fallið fyrir amerískum og kanadískum byggingarstíl en hann byggði sér hús í þessum stíl á síðasta ári en eftir íslenskri teikningu.„Ég fór utan til Kanada og keypti glugga og hurðir í húsið þar og komst þannig í samband við aðila sem framleiða og dreifa vörunni. Ég hef tekið að mér að vera tengiliður við þá og get útvegað fólki á Suðurnesjum þessa viðhaldsfríu byggingarvöru á mjög góðu verði“.Guðmundur Franz sagði í samtali við Víkurfréttir að auk kanadísku glugganna bjóði hann upp á Wayne Dalton amerískar bílskúrshurðir, þær vinsælustu í heimahús. Einnig Stanley útihurðir sem eru til í ýmsum útfærslum og passa í langflest hurðarop. Hurðirnar eru allar klæddar galvin-seruðu járni og eru afhentar hvítar. Þá býður Guðmundur upp á Canexel utanhússklæðningar sem eru einnig viðhaldsfríar.Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Franz, Leirdal 18 í Vogum og GSM síminn hjá honum er 868 8396.